Endurnýjun fimleikabúnaðar í Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Málsnúmer 2024030153

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Erindi frá Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað er eftir heimild til að fara í endurnýjun á fimleikabúnaði í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 161. fundur - 07.05.2024

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 11. mars 2024:

Lagt fram erindi frá Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað er eftir heimild til að fara í endurnýjun á fimleikabúnaði í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir viðgerð að fjárhæð kr. 6 milljónir á dýnum í Íþróttamiðstöð Giljaskóla og að það verði tekið af búnaðarsjóði UMSA og greidd af því leiga af fræðslu- og lýðheilsusviði.