Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot

Málsnúmer 2023040414

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3806. fundur - 24.04.2023

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 141. fundur - 20.06.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.


Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi áskorun til bæjarstjórnar um að styðja við Kisukot.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ræða við umsjónarmann Kisukots um mögulegt samstarf í samræmi við umræður á fundinum.