Ráðhús - viðhaldsáætlun

Málsnúmer 2023040413

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 14. apríl 2023 vegna viðhaldsáætlunar ráðhúss 2023-2026.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur einboðið að ráðast strax í brýnustu endurbætur á ráðhúsi vegna flóttaleiða og rakavandamála samanber skýrslu frá Mannviti. Frekari endurbætur á ráðhúsi þurfa að skoðast í samhengi við viðhaldsþörf á skrifstofum bæjarins í Glerárgötu og þá meginhugmynd að byggja við ráðhús og sameina skrifstofur Akureyrarbæjar á einum stað.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar sl. haust að fella út af framkvæmdaáætlun endurbætur og viðbyggingu við ráðhúsið er nú fallin um sjálfa sig á innan við hálfu ári miðað við þá mynd sem dregin er upp í þessu máli. Sú framkvæmd hefði haft í för með sér hagræðingu og sparnað til lengri tíma og ákjósanlegur kostur í núverandi efnahagsástandi og afar óheppilegt að fallið hafi verið frá henni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 143. fundur - 15.08.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 14. apríl 2023 varðandi viðhald og gerð flóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir frekari útfærslum á flóttastiga og framkvæmdaáætlun fyrir þá framkvæmd.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 23. október 2023 varðandi fóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leitað verði eftir tilboðum í flóttastiga fyrir Ráðhúsið á Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi gerð brunaflóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Vélsmiðju Steindórs í brunastigann að upphæð kr. 19.278.578. Heildarkostnaðaráætlun fyrir verkið er kr. 35 milljónir og óskar umhverfis- og mannvirkjaráð eftir því við bæjarráð að áætlun fyrir verkefnið verði færð frá árinu 2023 til 2024.

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. desember 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi gerð brunaflóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Vélsmiðju Steindórs í brunastigann að upphæð kr. 19.278.578. Heildarkostnaðaráætlun fyrir verkið er kr. 35 milljónir og óskar umhverfis- og mannvirkjaráð eftir því við bæjarráð að áætlun fyrir verkefnið verði færð frá árinu 2023 til 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að færa framkvæmd við brunastiga Ráðhúss frá árinu 2023 til ársins 2024 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 158. fundur - 19.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi viðauka vegna framkvæmda við gluggaskipti og flóttastiga.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í viðhaldið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 42 milljónir.

Bæjarráð - 3843. fundur - 04.04.2024

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. mars 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi viðauka vegna framkvæmda við gluggaskipti og flóttastiga.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í viðhaldið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 42 milljónir.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 42 milljónir vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.