Bonn-áskorunin - beiðni til sveitarfélaga um að taka þátt

Málsnúmer 2021060789

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 102. fundur - 11.06.2021

Lagt fram dagsett 10. maí 2021 frá Skógræktinni og Landgræðslunni varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í Bonn-áskoruninni en hún er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.