Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2019040271

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 15. fundur - 09.03.2021

Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.

Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:


Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utan dyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.

Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.

Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.

Bæjarráð - 3720. fundur - 18.03.2021

Liður 1 í fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021:

Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.

Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:

Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.

Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.

Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.
Bæjarráð vísar þessum lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 356. fundur - 14.04.2021

Bæjarráð samþykkti á fundi 18. mars 2021 að vísa neðangreindum lið 1 í fundargerð samráðshós um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021 til skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs.

"Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.

Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:

Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.

Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.

Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða."
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 102. fundur - 11.06.2021

Bæjarráð samþykkti á fundi 18. mars 2021 að vísa lið 1 í fundargerð samráðshós um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021 til skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar. Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið. Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun: Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er. Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið áfram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 18. fundur - 14.12.2021

Guðrún Guðmundsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs kynnti starfstengt nám við Háskólann á Akureyri fyrir fólk með þroskahömlun.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 18. fundur - 14.12.2021

Umræða um stöðu málefna fatlaðra einstaklinga sem ekki geta skrifað nafn sitt og fá ekki rafræn skilríki, getur það valdið töluverðum vandræðum eins og í bankakerfinu og einnig á Heilsuveru þar sem krafist er rafrænna skilríkja. Verið er að vinna að þessum málum hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 1. fundur - 08.02.2022

Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður Skógarlundar sat fundinn undir þessum lið og kynnti starfsemi Skógarlundar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 08.03.2022

Kynning á starfsemi: Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur.

Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs - Iðjulundar kynnti starfsemina.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 05.04.2022

Skýrsla vegna úttektar á málaflokki fatlaðra frá HLH ráðgjöf - farið yfir stöðuna á verk- og tímaáætlun.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 28.03.2023

Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar sat fundinn undir þessum lið og kynnti starfsemi skammtímavistunar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 28.03.2023

Umræður um bókun frá Þroskahjálp sem varðar stöðu biðlista eftir sértæku húsnæði og þar lýst yfir þungum áhyggjum vegna stefnu bæjarins að auka framboð á íbúðum í gegnum leigufélög í stað þess að byggja sérhæfða þjónustukjarna.
Umrædd bókun rædd og beðið er eftir kynningarfundi velferðarsviðs um stöðu mála. Krafa er um að hann verði haldinn fyrir sumarið.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 28.03.2023

Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri velferðarsviðs kynnti verklag samráðshópsins.
Samráðshópur fagnar því að komið sé skýrt verklag og mikilvægt að það sem fjallað er um á þessum fundum fari á rétta staði í bæjarkerfinu.