Keilusíða 1-3-5 - fjölgun íbúða

Málsnúmer 2018110228

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 48. fundur - 18.01.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 14. janúar 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 70. fundur - 13.12.2019

Skilamat dagsett 10. desember 2019 vegna framkvæmda við Keilusíðu 3 og 5 kynnt.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Lögð fram umsókn um stofnframlag vegna kaupa á félagslegum leiguíbúðum í Keilusíðu 3 og 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag með fimm samhljóða atkvæðum. Stofnframlag bæjarins verður 12% af stofnverði, 5.401.046 krónur. Stofnframlag HMS 18% er samtals 8.101.569 krónur. Eiginfjármögnun og lánsfjármögnun bæjarins verður í samræmi við umsóknina og felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs frágang málsins.