Erindi dagsett 1. desember 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til endurnýjunar á tímatökubúnaði.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum frá Skíðafélaginu.
Erindi dagsett 1. desember 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til endurnýjunar á tímatökubúnaði.
Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 4. desember sl. og var þá afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari gögnum.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Skíðafélag Akureyrar um kr. 400.000 til að fjármagna endurnýjun á tímatökubúnaði. Frístundaráð beinir því til stjórnar SKA að leita einnig eftir stuðningi frá VMÍ.
Erindi dagsett 26. janúar 2020 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 404.000 kr. til að kaupa stangir.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að veita SKA styrk að upphæð 400.000 kr. til að kaupa stangir.
Erindi, annars vegar dagsett 21. október 2020 og hins vegar dagsett 26. október 2020 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á stöngum að upphæð kr. 404.000 og eftir styrk vegna endurnýjunar á tímatökubúnaði að upphæð kr. 610.000.
Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Erindi, annars vegar dagsett 21. október 2020 og hins vegar dagsett 26. október 2020 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á stöngum að upphæð kr. 404.000 og eftir styrk vegna endurnýjunar á tímatökubúnaði að upphæð kr. 610.000.
Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 3. nóvember var erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2021.