Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 2. fundur - 11.03.2020

Á fundinn mættu fulltrúar frá Skíðafélagi Akureyrar, þau Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, Valbjörn Ægir Vilhjálmsson formaður skíðagöngunefndar, Fjalar Úlfarsson formaður Andrésarnefndar, Kristinn Magnússon fulltrúi alpagreinanefndar og Kristján Bergmann Tómasson meðstjórnandi brettadeildar. Til umræðu voru ýmis mál sem tengjast starfsemi félagsins í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar fulltrúum SKA fyrir komuna á fundinn og fyrir upplýsandi umræðu. Stjórnin samþykkir að boða strax til fundar með forstöðumanni Hlíðarfjalls og fulltrúum SKA til að fara yfir stöðu mála gagnvart væntanlegu mótahaldi á vegum félagsins. Jafnframt samþykkir stjórn að farið verði í þá vinnu að endurskoða samning á milli félagsins og Akureyrarbæjar varðandi hin ýmsu mál er tengjast Hlíðarfjalli og að þeirri vinnu verði lokið nú á vormánuðum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Umræða um samning við Skíðafélag Akureyrar vegna aðstöðu í Hlíðarfjalli.
Afgreiðslu frestað.

Stjórn Hlíðarfjalls - 4. fundur - 24.06.2020

Til umræðu samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna aðstöðu í Hlíðarfjalli.

Kristrún Lind Birgisdóttir formaður skíðafélagsins mætti á fundinn.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmanni að vinna málið áfram þannig að hægt verði að ganga frá samningi fyrir 1. september nk.

Stjórn Hlíðarfjalls - 5. fundur - 02.09.2020

Farið yfir drög að samningi við Skíðafélag Akureyrar.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmanni að gera breytingar á drögunum út frá umræðum á fundinum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 7. fundur - 05.10.2020

Samningur við Skíðafélag Akureyrar lagður fram til kynningar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela sviðsstjóra samfélagssviðs að fara yfir samninginn með SKA.

Stjórn Hlíðarfjalls - 8. fundur - 03.11.2020

Samningur við Skíðafélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3706. fundur - 19.11.2020

Liður 3 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 3. nóvember 2020:

Samningur við Skíðafélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar honum til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.