Zalibuna ehf - umsókn um afnot af aðstöðunni í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2014090022

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 155. fundur - 04.09.2014

Erindi dagsett 2. september 2014 frá Davíð Erni Símonarsyni framkvæmdastjóra Zalibunu ehf þar sem óskað er eftir samstarfi og leyfi íþróttaráðs til að setja niður eins manns sleðarennibraut niður Andrésarbrekkuna yfir sumartímann og leigja og hafa afnot af aðstöðunni í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð fagnar erindinu og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram með hlutaðeigandi aðilum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 2. fundur - 11.03.2020

Skypefundur með fulltrúum Zalibunu.

Páll Kr. Pálsson, Davíð Örn Símonarson og Sindri Rafn Sindrason fulltrúar Zalibunu fóru yfir samskiptasögu þeirra við Akureyrarbæ en verkefnið var fyrst kynnt fulltrúum Akureyrarbæjar á árinu 2014.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur jákvætt í að sett verði upp Zalibuna í Hlíðarfjalli og felur starfsmanni að afla frekari gagna og vinna að samningsdrögum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Farið yfir samningsdrög við Zalibunu ehf.
Stjórn Hlíðarfjalls felur sviðsstjóra og forstöðumanni að fara betur yfir drögin og skoða vel hvernig Zalibuna getur farið saman með uppsetningu hjólabrauta, brettaparks og með gönguleiðum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 7. fundur - 05.10.2020

Farið yfir samningsdrög við Zalibunu ehf.
Stjórn Hlíðarfjalls telur verkefnið áhugavert og felur sviðsstjóra samfélagssviðs að halda samtalinu áfram við forsvarsmenn Zalibunu.