Stjórn Akureyrarstofu

158. fundur 20. mars 2014 kl. 14:00 - 17:40 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Sjónlistamiðstöð - ráðning forstöðumanns 2014

2014030019

Lögð fram tillaga um ráðningu forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar, en framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ræður í stöðuna að fenginni umsögn stjórnar Akureyrarstofu. Þeir tveir fulltrúar stjórnar Akureyrarstofu sem tóku þátt í seinni hluta ráðningarferlisins og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu komust að sameiginglegri niðurstöðu um að mæla með því að Hlynur Hallsson myndlistarmaður verði ráðinn í starfið.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir niðurstöðuna og felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningunni í samræmi við umræður á fundinum.

2.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

2011110167

Farið var yfir nýjustu drög að atvinnustefnunni og athugasemdir við þau.
Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela verkefnisstjóra atvinnumála og fulltrúum stjórnarinnar í fagstjórn stefnumótunarvinnunnar að taka afstöðu til breytingatillagna. Drögin verða tekin til lokaafgreiðslu á næsta fundi stjórnar.

3.Daniele Basini- umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020191

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Daniele Basini þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna Musical Project - kynning á spænskri tónlist frá 18. og 19. öld í tali og tónum á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

4.Mafama - Þórgnýr Inguson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020217

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Mafama þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna plötugerðar og plötuútgáfu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

5.Mafama - Þórgnýr Inguson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020216

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Mafama þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna tónleika á Akureyri og víðar til að fylgja plötuútgáfunni eftir.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

6.Michael Jón Clarke - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020146

Umsókn dags. 19. febrúar 2014 frá Michael Jóni Clarke þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000, verkefni: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

7.Lúðrasveit Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020188

Umsókn dags. 19. febrúar 2014 frá Lúðrasveit Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna tónleika.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

8.María Podhajska - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020145

Umsókn dags. 17. febrúar 2014 frá Maríu Podhajska þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna kynningar á íslenskri fiðlutónlist sem felur í sér hljóðritun á verkum sem munu verða gefin út á geisladiski.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

9.Kór Akureyrarkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020136

Erindi dags. 13. febrúar 2014 þar sem sótt er um styrk til upptöku á geisladisk með jólalögum eftir tónskáld og/eða textahöfunda frá Akureyri eða Eyjafirði. Sótt um kr. 200.000.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

10.Kór Glerárkirkju - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020200

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Kór Glerárkirkju þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði vegna tónleika og tónleikaferðar.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

11.Leikhópurinn Grímurnar / Stúdíó Vocal - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020219

Erindi móttekið 27. febrúar 2014 þar sem sótt er um styrk fyrir barnasöngleik sem inniheldur tónlist af plötunum Einu sinni var og Út um græna grundu. Um 60 þátttakendur mest börn og unglingar. Sýningar í Hofi. Sótt um kr. 350.000.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.

12.Leikklúbburinn Saga - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020209

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Leikklúbbnum Sögu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna þátttöku í samnorrænu verkefni, Fenris.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 400.000 til verkefnisins.

13.Hekla Björt Helgadóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020203

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Heklu Björt Helgadóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna uppsetningar á sviðsverki.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

14.Arna Guðný Valsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020218

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Örnu Guðnýju Valsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna sýningarskrár í tengslum við sýninguna "Staðreynd".

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

15.Þóra Karlsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020213

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Þóru Karlsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 974.580 vegna bókaútgáfu. Umfjöllunarefnið er: Fæðing hugmyndarinnar að baki sýningarinnar "HVer er lykillinn" til sköpunarinnar á verkum og efnisvali.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

16.Bjarni Eyjólfur Guðleifsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020177

Umsókn dags. 21 febrúar 2014 frá Bjarna Eyjólfi Guðleifssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna kortagerðar, myndvinnslu og prófarkalesturs vegna bókagerðar um Hraun í Öxnadal.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

17.Svavar Alfreð Jónsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020201

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Svavari Alfreð Jónssyni og Bókaútgáfunni Hólum ehf þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna ljósmyndabókar - Eyfirskir fossar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

18.Davíð Stefánsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014030095

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Davíð Stefánssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna ritunar skáldsögu sem byggir á þjóðsögunni um Djáknann á Myrká.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

19.Grasrót - skapandi samfélag - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020214

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Grasrót - skapandi samfélagi þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 215.000 vegna málþings og fyrirlestra um endurnýtingu og gjörnýtingu í hönnun og handverki.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

20.Kristín Þóra Kjartansdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020199

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Kristínu Þóru Kjartansdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna menningardagskrár Flóru á árinu 2014.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

21.Annetta Ragnarsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014010295

Umsókn dags. 20. janúar 2014 frá Annettu Ragnarsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 1.000.000 vegna stuttmyndarinnar ,,Hér er ég".

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

22.Veronika Rut Haraldsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020190

Umsókn dags. 20. febrúar 2014 frá Veroniku Rut Haraldsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 75.000 vegna stuttmyndar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

23.Dagrún Matthíasdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020212

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Dagrúnu Matthíasdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 538.000 vegna sýningarhalds í Mjólkurbúðinni.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

24.ÁLFkonur/ÁhugaLjósmyndaFélag fyrir konur - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020208

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá ÁLFkonum/ÁhugaLjósmyndaFélagi fyrir konur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna ljósmyndasýningar í Lystigarðinum 17. júní 2014.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

25.Margrét Jónsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020202

Umsókn dags. 25. febrúar 2014 frá Margréti Jónsdóttur og Kristínu Gunnlaugsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna sýningar í Gamla spítalanum á Akureyri, haustið 2014.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

26.Humans of Akureyri - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020198

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Humans of Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 75.000 vegna ljósmyndasýningar og skráningar á örsögum til sýningagerðar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.

27.Brynjar Karl Óttarsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020189

Umsókn dags. 24. febrúar 2014 frá Brynjari Karli Óttarssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna Grenndargralsins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

28.Fjölmenningarráð

2014020178

Umsókn dags. 24 febrúar 2014 frá Fjölmenningarráði þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upp kr. 400.000 til að stuðla að fjölbreyttu mannlífi og skilningi milli ólíkra menningarheima t.d. í formi Alþjóðlegs eldhúss.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

29.Foreldrafélag Marimbasveitar Giljaskóla- umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020210

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Foreldrafélagi Marimbasveitar Giljaskóla þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna námsferðar til Svíþjóðar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

30.Þórhildur Örvarsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2014

2014020215

Umsókn dags. 26. febrúar 2014 frá Þórhildi Örvarsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 400.000 vegna listasmiðju fyrir börn.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 17:40.