Sjónlistamiðstöð - ráðning forstöðumanns 2014

Málsnúmer 2014030019

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 157. fundur - 06.03.2014

Nú stendur yfir ráðningarferli vegna ráðningar nýs forstöðumanns í Sjónlistamiðstöðinni. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu óskar eftir því að tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu taki þátt í viðtölum við umsækjendur á seinni stigum ferilsins.

Stjórn Akureyrarstofu felur Jóni Hjaltasyni, kt. 240159-3419 og Unnsteini Jónssyni, kt. 151263-4029, að taka þátt í viðtölunum fyrir sína hönd.

Stjórn Akureyrarstofu - 158. fundur - 20.03.2014

Lögð fram tillaga um ráðningu forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar, en framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ræður í stöðuna að fenginni umsögn stjórnar Akureyrarstofu. Þeir tveir fulltrúar stjórnar Akureyrarstofu sem tóku þátt í seinni hluta ráðningarferlisins og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu komust að sameiginglegri niðurstöðu um að mæla með því að Hlynur Hallsson myndlistarmaður verði ráðinn í starfið.

Stjórn Akureyrarstofu staðfestir niðurstöðuna og felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningunni í samræmi við umræður á fundinum.