Fjölmenningarráð

Málsnúmer 2014020178

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 158. fundur - 20.03.2014

Umsókn dags. 24 febrúar 2014 frá Fjölmenningarráði þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upp kr. 400.000 til að stuðla að fjölbreyttu mannlífi og skilningi milli ólíkra menningarheima t.d. í formi Alþjóðlegs eldhúss.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til verkefnisins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 160. fundur - 29.01.2015

Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eva María Ingvadóttir starfsmaður á Alþjóðastofu mættu á fundinn og sögðu frá starfseminni.
Esther Audorf frá innfytjendaráði sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 160. fundur - 29.01.2015

Esther Audorf mætti á fundinn og kynnti starf innflytjendaráðs og sagði m.a. frá alþjóðalegu eldhúsi, sem haldið hefur verið þrisvar. Einnig var rætt um mögleika á að stofna sérstakt félag innflytjenda.
Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eva María Ingvadóttir starfsmaður á Alþjóðastofu sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu.