Stjórn Akureyrarstofu

155. fundur 13. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:10 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helga Mjöll Oddsdóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Farið yfir lokadrög að kafla um hlutverk sveitarfélagsins í atvinnustefnunni. Gert er ráð fyrir að lokadrög að heildarstefnunni verði lögð fyrir næsta fund stjórnar.
Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

2.Atvinnumál almennt - málefni verslunar

Málsnúmer 2014010284Vakta málsnúmer

Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum af fundum með forsvarsmönnum verslana í bænum um stöðu þeirra um þessar mundir. Fram kom að nýir eigendur Glerártorgs hyggja á mjög aukna markaðssetningu verslunarmiðstöðvarinnar og eru bjartsýnir á möguleika fjárfestingarinnar. Miður er að nokkrar verslanir hafa lagt upp laupana en forsvarsmenn verslunar benda á að framboð vöru og þjónustu er afar gott í bænum og ekki er bilbug á þeim að finna. Þeir aðilar sem rætt var við voru sammála um gagnsemi markaðsátaksins "Komdu norður" og lögðu áherslu á eflingu þess.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hreini Þór fyrir greinargerðina og felur honum að vinna að frekari samvinnu við aðila á þessum vettvangi.

3.Landsmót kvennakóra á Akureyri 2014 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013100090Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju styrkbeiðni vegna Landsmóts kvennakóra á Íslandi sem haldið verður á Akureyri 9.- 11. maí 2014.

Stjórn Akureyrarstofu telur rétt að leitað verði leiða til að styðja við framkvæmd landsmótsins. Vegna umfangs verkefnisins óskar stjórnin eftir að bæjarráð taki umsóknina til afgreiðslu.

4.Akureyrarkirkja - tilboð í Shigeru-Kawai flygil

Málsnúmer 2014010181Vakta málsnúmer

Erindi dags 8. janúar 2014 þar sem Rafn Sveinsson formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, Sigrún Magna Þorsteinsdóttir organisti og Eyþór Ingi Jónsson organisti gera tilboð f.h. Akureyrarkirkju í Shigeru-Kawai SK-6 flygil sem staðsettur er í Ketilhúsinu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Helena Þ. Karlsdóttir fulltrúi S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Söngkeppni framhaldsskólanna - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014020075Vakta málsnúmer

Erindi dags 6. febrúar 2014 frá Öldu Karen Ólafsdóttur f.h. Sambands íslenskra framhaldsskólanema þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við framkvæmd Söngkeppni framhaldskólanna sem áætlað er að fram fari í Menningarhúsinu Hofi í byrjun apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 450.000 til verkefnisins.

6.Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Myndlistarfélagsins vegna fyrirhugaðrar sölu Fasteigna Akureyrarbæjar á Deiglunni og gestavinnustofu sem er samliggjandi.

7.Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að vísa eftirfarandi tillögu Loga Más Einarssonar fulltrúa S-lista sem lögð var fram á fundinum, til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu:
"Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Deiglunni og gestavinnustofu í Listagilinu. Sjónlistamiðstöðin stendur á tímamótum. Unnið er að innkaupastefnu hennar auk þess sem fyrir dyrum stendur að stofna safnráð. Þá mun nýr forstöðumaður verða ráðinn á næstunni sem mun móta framtíðarsýn stofnunarinnar til næstu ára. Því er talið skynsamlegt að hægja ögn á fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun Listasafnsins en sinna aðeins brýnustu viðgerðum. Sú fjárhæð sem sparast við það verði notuð til þess að tryggja rekstur Deiglunnar næstu þrjú ár. Myndlistarfélagi Akureyrar verði falið samkvæmt samningi að reka hana og freista þess að blása lífi í glæður hússins."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdastjóra falið að boða fulltrúa helstu hagsmunaaðila í Listagilinu til fundar við stjórn Akureyrarstofu.

8.Guðbjörg Ringsted - málverkagjöf

Málsnúmer 2014020080Vakta málsnúmer

Erindi dags 11. febrúar 2014 frá Guðbjörgu Ringsted þar sem hún býður Akureyrarbæ listaverk eftir sig að gjöf í þakklætisskyni fyrir þann tíma sem hún var bæjarlistamaður á árinu 2012.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að þiggja höfðinglega gjöf Guðbjargar og fagnar þeim góða hug sem henni fylgir.

9.Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014020073Vakta málsnúmer

Erindi dags 10. febrúar 2014 þar sem Dagný Rut Haraldsdóttir f.h. Akureyrarakademíunnar óskar eftir fjárhagslegum stuðningi við starfsemi hennar.

Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsmenn Akureyrarakademíunnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.