Deiglan - sala eignar

Málsnúmer 2014020070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3401. fundur - 13.02.2014

Rætt um mögulega sölu á Deiglunni.

Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:

Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Deiglunni og gestavinnustofu í Listagilinu.

Sjónlistamiðstöðin stendur á tímamótum. Unnið er að innkaupastefnu hennar auk þess sem fyrir dyrum stendur að stofna safnráð. Þá mun nýr forstöðumaður verða ráðinn á næstunni sem mun móta framtíðarsýn stofnunarinnar til næstu ára.

Því er talið skynsamlegt að hægja ögn á fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun Listasafnsins en sinna aðeins brýnustu viðgerðum. Sú fjárhæð sem sparast við það verði notuð til þess að tryggja rekstur Deiglunnar næstu þrjú ár. Myndlistarfélagi Akureyrar verði falið samkvæmt samningi að reka hana og freista þess að blása lífi í glæður hússins.

Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 155. fundur - 13.02.2014

Lögð fram til kynningar ályktun Myndlistarfélagsins vegna fyrirhugaðrar sölu Fasteigna Akureyrarbæjar á Deiglunni og gestavinnustofu sem er samliggjandi.

Stjórn Akureyrarstofu - 155. fundur - 13.02.2014

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að vísa eftirfarandi tillögu Loga Más Einarssonar fulltrúa S-lista sem lögð var fram á fundinum, til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu:
"Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Deiglunni og gestavinnustofu í Listagilinu. Sjónlistamiðstöðin stendur á tímamótum. Unnið er að innkaupastefnu hennar auk þess sem fyrir dyrum stendur að stofna safnráð. Þá mun nýr forstöðumaður verða ráðinn á næstunni sem mun móta framtíðarsýn stofnunarinnar til næstu ára. Því er talið skynsamlegt að hægja ögn á fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun Listasafnsins en sinna aðeins brýnustu viðgerðum. Sú fjárhæð sem sparast við það verði notuð til þess að tryggja rekstur Deiglunnar næstu þrjú ár. Myndlistarfélagi Akureyrar verði falið samkvæmt samningi að reka hana og freista þess að blása lífi í glæður hússins."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdastjóra falið að boða fulltrúa helstu hagsmunaaðila í Listagilinu til fundar við stjórn Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 156. fundur - 20.02.2014

Undir þessum lið mættu fulltrúar úr stjórn Myndlistarfélagsins á fundinn, þau Guðrún Harpa Örvarsdóttir, Helgi Vilberg, Lárus H. List, Rannveig Helgadóttir og Tinna Ingvarsdóttir. Rætt var um ályktun félagsins um sölu Deiglunnar og samliggjandi gestastofu sem var til kynningar á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu.

Að samkomulagi varð að stjórn Myndlistarfélagsins tilnefnir aðila til að hitta formann stjórnar og framkvæmdastjóra til frekari viðræðna um málið.

Stjórn Akureyrarstofu - 156. fundur - 20.02.2014

Stjórn Akureyrarstofu boðaði hagsmunaaðila í Gilinu á sinn fund.
Eftirtaldir aðilar sátu fundinn og tóku þátt í umræðum: Ólafur Sveinsson, Karólína Baldvinsdóttir, Guðmundur Ármann, Lárus H. List, Guðni Helgason, Haraldur Ingi Haraldsson, Hallgrímur Ingólfsson, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Jónína B. Helgadóttir, Þorgils Gíslason, Arnar Ari, Sigurður Gunnarsson, Óskar Gísli Sveinsson, Ólafur Jakobsson, Valdemar Pálsson, Guðrún Harpa Örvarsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Helgi Vilberg og Tinna Ingvarsdóttir.
Farið yfir forsendur ákvörðunar um að bjóða Deigluna ásamt gestavinnustofu til sölu. Fram kom hjá formanni stjórnar Akureyrarstofu að í ljósi þess að fyrirhugaðar eru framkvæmdir á efri hæð Listasafnsins þar sem bætt verði við sýningarplássi ásamt gestavinnustofu hafi stjórnin talið að óhætt væri að selja umræddar eignir og draga þannig úr rekstrarkostnaði. Fram kom að nauðsynlegt er að fara í viðhald á húsi Listasafnsins ekki síst þakinu og laga brunavarnir sem eru ekki í lagi.
Formaður óskaði eftir sjónarmiðum fundarfólks varðandi söluna á Deiglunni og hugmyndum um framtíðaráætlun fyrir sama húsnæði ef ekki yrði af sölu. Góðar umræður voru á fundinum en fundarfólk lýsti áhyggjum sínum yfir sölunni sem og afleiðingum þess að segja þyrfti upp vinnustofum fjölda listafólks í kjölfar breytinga á húsnæði Listasafnsins.
Þóra Karlsdóttir kom á framfæri skilaboðum frá áhugasömum hópi fólks sem vill endurreisa Gilfélagið og það sem það stendur fyrir. Hópurinn vill taka upp þráðinn við bæinn þar sem frá var horfið í samvinnu þessara aðila.

Að samkomulagi varð að einn fulltrúi frá eftirtöldum hagsmunaaðilum: Myndlistarfélaginu, Gilfélaginu ? hinu nýja, Sjónlistarmiðstöðinni, listafólki með vinnustofur í Listasafnshúsinu og húseigenda í Kaupvangsstræti 23, hitti fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu og vinni að hugmyndum að framtíðarmöguleikum Deiglunnar. Fulltrúi hvers hagsmunaaðila setur sig í samband við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur verkefnisstjóra á Akureyrarstofu og í framhaldinu verður sent út fundarboð.

Stjórn Akureyrarstofu - 169. fundur - 14.08.2014

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 lagði stjórn Akureyrarstofu til að kannaðir yrðu möguleikar á sölu Deiglunnar. Fasteignir Akureyrarbæjar auglýstu eignina, en hún hefur ekki selst. Rætt um möguleika á nýtingu eignarinnar til framtíðar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leggja til að fallið verði frá sölu Deiglunnar. Er það lagt til í ljósi þess að ekki hefur verið mikil eftirspurn eftir eigninni og fram eru komnar allmargar hugmyndir um nýtingu húsnæðisins sem eru til þess fallnar að efla starfsemina í Listagilinu. Með því að falla frá sölu Deiglunnar er ljóst að fyrirhuguð hagræðing sem af henni hefði leitt næst ekki. Í framhaldinu mun stjórn Akureyrarstofu fara yfir nýtingu á þeim eignum sem tilheyra málaflokkum hennar og skoða hvort selja megi einhverjar þeirra.

Stjórn Akureyrarstofu - 170. fundur - 28.08.2014

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. ágúst 2014 frá Gilfélaginu.

Stjórn Akureyrarstofu felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna að framgangi málsins í samráði við Gilfélagið og starfsmenn Sjónlistamiðstöðvarinnar.