Atvinnumál almennt - málefni verslunar

Málsnúmer 2014010284

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 154. fundur - 23.01.2014

Rætt um málefni verslunar á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu að funda með forsvarsmönnum samtaka verslunarmanna í bænum og kanna stöðu mála í verslunargeiranum.

Stjórn Akureyrarstofu - 155. fundur - 13.02.2014

Hreinn Þór Hauksson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum af fundum með forsvarsmönnum verslana í bænum um stöðu þeirra um þessar mundir. Fram kom að nýir eigendur Glerártorgs hyggja á mjög aukna markaðssetningu verslunarmiðstöðvarinnar og eru bjartsýnir á möguleika fjárfestingarinnar. Miður er að nokkrar verslanir hafa lagt upp laupana en forsvarsmenn verslunar benda á að framboð vöru og þjónustu er afar gott í bænum og ekki er bilbug á þeim að finna. Þeir aðilar sem rætt var við voru sammála um gagnsemi markaðsátaksins "Komdu norður" og lögðu áherslu á eflingu þess.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hreini Þór fyrir greinargerðina og felur honum að vinna að frekari samvinnu við aðila á þessum vettvangi.