Landsmót kvennakóra á Akureyri 2014 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013100090

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 148. fundur - 08.10.2013

Erindi dags. 25. september 2013 frá Snæfríð Egilson f.h. Landsmóts kvennakóra, þar sem óskað er eftir styrk og aðstoð til að halda mótið á Akureyri á næsta ári.

Styrkumsóknin rúmast ekki innan fjárhagsramma yfirstandandi árs og verður tekin fyrir að nýju með öðrum umsóknum í byrjun næsta árs.

Stjórn Akureyrarstofu - 155. fundur - 13.02.2014

Tekin fyrir að nýju styrkbeiðni vegna Landsmóts kvennakóra á Íslandi sem haldið verður á Akureyri 9.- 11. maí 2014.

Stjórn Akureyrarstofu telur rétt að leitað verði leiða til að styðja við framkvæmd landsmótsins. Vegna umfangs verkefnisins óskar stjórnin eftir að bæjarráð taki umsóknina til afgreiðslu.

Bæjarráð - 3402. fundur - 20.02.2014

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 13. febrúar 2014:
Tekin fyrir að nýju styrkbeiðni vegna Landsmóts kvennakóra á Íslandi sem haldið verður á Akureyri 9.- 11. maí 2014.
Stjórn Akureyrarstofu telur rétt að leitað verði leiða til að styðja við framkvæmd landsmótsins. Vegna umfangs verkefnisins óskar stjórnin eftir að bæjarráð taki umsóknina til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000.  Færist af styrkveitingum bæjarráðs.