Stjórn Akureyrarstofu

120. fundur 12. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Starfslaun listamanna 2012 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2012020062Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um hver hlýtur starfslaun listamanna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að bjóða Guðbjörgu Ringsted listmálara starfslaun listamanna til 6 mánaða á tímabilinu 1. júní 2012 - 31. maí 2013.

2.Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og viðurkenningar fyrir byggingarlist

Málsnúmer 2012030139Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um veitingu viðurkenninga fyrir viðhald og endurbyggingu eldri húsa og viðurkenningu fyrir góða byggingarlist.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita húseigendum eftirtalinna húsa viðurkenningar fyrir húsvernd:

Hamborg, Hafnarstræti 94

Hafnarstræti 86a og

Lækjargötu 6.

Jafnframt samþykkir stjórnin að veita hönnunarstofunni Gláma-Kím ehf byggingarlistaverðlaun Akureyrar fyrir nýbyggingu Háskólans á Akureyri.

3.Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2012

Málsnúmer 2012030246Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um veitingu heiðursviðurkenninga Menningarsjóðs Akureyrar 2012.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Hauki Ágústssyni og Dýrleifu Bjarnadóttur heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs árið 2012.

4.Athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu 2012

Málsnúmer 2012020063Vakta málsnúmer

Tekin ákvörðun um hvaða aðilar muni hljóta athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu á Vorkomu stjórnarinnar á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl nk.

Stjórn Akureyrastofu samþykkir að veita fyrirtækinu Kristjánsbakaríi athafnaverðlaun 2012 og ferðaþjónustufyrirtækinu Saga Travel nýsköpunarverðlaun 2012.

Fundi slitið - kl. 18:10.