Athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu 2012

Málsnúmer 2012020063

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 114. fundur - 09.02.2012

Athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu verða afhent þriðja sinni. Skipað í ráðgjafahóp innan stjórnarinnar sem undirbýr valið í báðum flokkum.

Stjórnin samþykkir að skipa Guðrúnu Þórsdóttur, Jón Hjaltason og Unnstein Jónsson í ráðgjafahópinn.

Stjórn Akureyrarstofu - 119. fundur - 30.03.2012

Farið yfir hugmyndir um fyrirtæki sem til greina koma sem viðurkenningarhafar en tilkynnt verður um niðurstöðuna vegna Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl nk.
Hulda Sif Hermannsdóttir vék af fundi kl. 17:30.

Stjórn Akureyrarstofu - 120. fundur - 12.04.2012

Tekin ákvörðun um hvaða aðilar muni hljóta athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu á Vorkomu stjórnarinnar á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl nk.

Stjórn Akureyrastofu samþykkir að veita fyrirtækinu Kristjánsbakaríi athafnaverðlaun 2012 og ferðaþjónustufyrirtækinu Saga Travel nýsköpunarverðlaun 2012.