Starfslaun listamanna 2012 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2012020062

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 114. fundur - 09.02.2012

Rætt um undirbúning vegna starfslauna listamanna fyrir árið 2012 og um ráðgjafahóp sem fari yfir umsóknir um starfslaun listamanna.

Stjórnin samþykkir að hafa sama hátt á vinnuferlinu og á síðasta ári, sem gafst vel og óska eftir því við Mögnu Guðmundsdóttur, tónlistarmann, Guðmund Ármann Sigurjónsson, myndlistarmann og Þráinn Karlsson, leikara, að þau myndi ráðgjafahóp stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 119. fundur - 30.03.2012

Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna fyrir árið 2012, en tilkynnt verður um hver hlýtur þau á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu - 120. fundur - 12.04.2012

Tekin ákvörðun um hver hlýtur starfslaun listamanna sem tilkynnt verður um á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl nk.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að bjóða Guðbjörgu Ringsted listmálara starfslaun listamanna til 6 mánaða á tímabilinu 1. júní 2012 - 31. maí 2013.