Stjórn Akureyrarstofu

87. fundur 13. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:35 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2011 - Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Málsnúmer 2011010066Vakta málsnúmer

Elín Lýðsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Gunnar Frímannsson, Magna Guðmundsdóttir og Júlíus Júlíusson frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands komu á fundinn og gerðu grein fyrir starfseminni á síðasta ári og framtíðarstefnu sveitarinnar. Fram kom að flutningur hljómsveitarinnar í Hof hefur breytt miklu í starfsemi SN, gestum á tónleika hefur fjölgað og sala árskorta hefur gengið vel. Á móti kemur að kostnaður hefur aukist, en ljóst er að húsið mun færa hljómsveitinni mjög aukin tækifæri á næstu árum.

Stjórnin þakkar fulltrúum SN fyrir komuna og lýsir yfir ánægju með hve starfsemi hljómsveitarinnar fer vel af stað í menningarhúsinu Hofi.

2.Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar - verklagsreglur 2011

Málsnúmer 2011010068Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að endurskoðuðum reglum um átaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Regur fyrir Menningarsjóð Akureyrar - endurskoðun 2011

Málsnúmer 2011010069Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að endurskoðuðum reglum um Menningarsjóð Akureyrar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að starfsáætlun fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Rætt um helstu verkefni í málaflokkum stjórnarinnar, atvinnu-, ferða-, markaðs- og menningarmálum.

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:35.