Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar - verklagsreglur 2011

Málsnúmer 2011010068

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 87. fundur - 13.01.2011

Farið yfir drög að endurskoðuðum reglum um átaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 89. fundur - 03.02.2011

Lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar vinnureglur um atvinnuátaksverkefni. Helstu breytingar eru að stuðningur Akureyrarbæjar við hvert verkefni getur að hámarki orðið 100 þús. kr. á mánuði auk launatengdra gjalda. Í tilfelli félagasamtaka greiðir Akureyrarbær 80% af viðbótarfjárhæðinni en félagasamtökin greiða sjálf 20%. Því getur stuðningur Akureyrarbæjar í tilfelli félagasamtaka að hámarki verið kr. 80.000. Launakostnaður umfram það greiðist af viðkomandi stofnun eða félagasamtökum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir vinnureglurnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 98. fundur - 19.05.2011

Lagt fram yfirlit um átaksverkefni vegna atvinnuleysis á árinu 2011 og farið yfir framkvæmd þeirra. Jafnframt kynntar nýjustu tölur um atvinnuleysi á Akureyri og Norðurlandi eystra. Fram kom að dregið hefur úr atvinnuleysi og var það 5,8% í apríl sem er um 1,8% minna en í sama mánuði í fyrra. Búist er við að atvinnuleysi dragist enn frekar saman í sumar en aukist á ný með haustinu.
Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að náðst hefur árangur í að draga úr atvinnuleysi og felur framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra atvinnumála að undirbúa tillögur um verkefni sem Akureyrarstofa getur tekið þátt í með haustinu þegar búast má við að atvinnuleysi aukist á ný.

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Lagt fram yfirlit um atvinnuátaksverkefni sem Akureyrarstofa hefur komið að á árinu 2011. Jafnframt rætt um áherslur í atvinnuátaksverkefnum á næsta ári. All fjölbreytt verkefni hafa verið í gangi á þessu ári en alls eru það 12 aðilar sem hafa staðið fyrir átaksverkefnum með stuðningi frá stjórn Akureyrarstofu.
Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefnum og fjárhagsstöðu átaksverkefnanna.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sævari greinargóðar upplýsingar og umræður.