Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2011 - Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Málsnúmer 2011010066

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 87. fundur - 13.01.2011

Elín Lýðsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Gunnar Frímannsson, Magna Guðmundsdóttir og Júlíus Júlíusson frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands komu á fundinn og gerðu grein fyrir starfseminni á síðasta ári og framtíðarstefnu sveitarinnar. Fram kom að flutningur hljómsveitarinnar í Hof hefur breytt miklu í starfsemi SN, gestum á tónleika hefur fjölgað og sala árskorta hefur gengið vel. Á móti kemur að kostnaður hefur aukist, en ljóst er að húsið mun færa hljómsveitinni mjög aukin tækifæri á næstu árum.

Stjórnin þakkar fulltrúum SN fyrir komuna og lýsir yfir ánægju með hve starfsemi hljómsveitarinnar fer vel af stað í menningarhúsinu Hofi.

Stjórn Akureyrarstofu - 88. fundur - 27.01.2011

Í samningi félagsins og Akureyrabæjar er kveðið á um tvo samráðsfundi á ári með stjórn Akureyrarstofu. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri félagsins og Freyja Dögg Frímannsdóttir fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórninni mættu á fundinn og fóru yfir starfsemi félagsins og rekstur Hofs fyrstu mánuðina eftir opnun.

Stjórnin þakkar Freyju og Ingibjörgu fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður. Fram kom að rekstur hússins hefur farið vel af stað og áhugi mikill bæði meðal þeirra sem framleiða og skipuleggja viðburði og almennra gesta sem þá sækja. Á fyrstu 5 mánuðum ársins komu um 100.000 gestir á margvíslega viðburði sem haldnir voru í Hofi.