Stjórn Akureyrarstofu

269. fundur 10. janúar 2019 kl. 14:00 - 16:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu vegna ársins 2018.

2.Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi

Málsnúmer 2018120136Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga mennta- og menningarmálaráðherra til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál 2018.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar framkominni þingsályktunartillögu en leggur áherslu á að tillagan sé kostnaðargreind og fjármagn fylgi þeim verkefnum sem sveitarfélögum ber að sinna ef tillagan verður samþykkt.
Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs vék af fundi kl. 14:30.
Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu mætti á fundinn kl. 14:30.

3.Íbúakort

Málsnúmer 2017090124Vakta málsnúmer

Jón Jarl Þorgrímsson og Þórdís Jónsdóttir frá Snjallveskinu ehf mættu á fundinn og kynntu hugbúnaðarlausnina "Snjallveskið".
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Jóni og Þórdísi fyrir kynninguna.

Stjórnin lýsir yfir áhuga á að halda verkefninu áfram og óskar eftir því að það verði kynnt fyrir bæjarráði og stjórnendum á fjársýslu- og stjórnsýslusviði, áður en frekari ákvarðanir verða teknar.

4.Menningarsjóður 2019

Málsnúmer 2019010059Vakta málsnúmer

Farið yfir úthlutunarreglur Menningarsjóðs og auglýsingu v/styrkumsókna 2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að almennir styrkir til menningarverkefna og samningsbundinna verkefna verði með óbreyttum hætti og í samræmi við reglur um Menningarsjóð Akureyrar.Jafnframt samþykkir stjórnin að í ár verði úthlutað 1-2 styrkjum úr Menningarsjóði til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Upphæð hvers styrks verði kr. 600.000. Markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum. Á móti styrknum mun viðkomandi koma fram á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins, allt eftir nánara samkomulagi við Akureyrarstofu hverju sinni.Ennfremur samþykkir stjórnin að auglýst verði eftir umsóknum um tvo sérstaka styrki sem geta verið allt að 600 þús. hvor sem ætlaðir eru til stærri verkefna í tengslum við Jónsmessuhátíð, Listasumar eða Akureyrarvöku.

Fundi slitið - kl. 16:00.