Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál

Málsnúmer 2018120136

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. desember 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0631.html.

Stjórn Akureyrarstofu - 269. fundur - 10.01.2019

Lögð fram til kynningar tillaga mennta- og menningarmálaráðherra til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál 2018.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar framkominni þingsályktunartillögu en leggur áherslu á að tillagan sé kostnaðargreind og fjármagn fylgi þeim verkefnum sem sveitarfélögum ber að sinna ef tillagan verður samþykkt.
Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs vék af fundi kl. 14:30.
Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu mætti á fundinn kl. 14:30.