Menningarsjóður 2019

Málsnúmer 2019010059

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 269. fundur - 10.01.2019

Farið yfir úthlutunarreglur Menningarsjóðs og auglýsingu v/styrkumsókna 2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að almennir styrkir til menningarverkefna og samningsbundinna verkefna verði með óbreyttum hætti og í samræmi við reglur um Menningarsjóð Akureyrar.



Jafnframt samþykkir stjórnin að í ár verði úthlutað 1-2 styrkjum úr Menningarsjóði til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18-25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Upphæð hvers styrks verði kr. 600.000. Markmiðið er að viðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum. Á móti styrknum mun viðkomandi koma fram á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins, allt eftir nánara samkomulagi við Akureyrarstofu hverju sinni.



Ennfremur samþykkir stjórnin að auglýst verði eftir umsóknum um tvo sérstaka styrki sem geta verið allt að 600 þús. hvor sem ætlaðir eru til stærri verkefna í tengslum við Jónsmessuhátíð, Listasumar eða Akureyrarvöku.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Farið yfir tillögur að heiðursviðurkenningum menningarsjóðs 2019.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir hugmyndir og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs árið 2019. Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.