Stjórn Akureyrarstofu

264. fundur 01. nóvember 2018 kl. 14:00 - 16:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna María Hjálmarsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Anna María Hjálmarsdóttir V-lista mætti í forföllum Finns Sigurðssonar.

1.Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018060119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2018 frá Þórnýju Barðadóttur sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála þar sem óskað er eftir styrk v/könnunar meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn sumarið 2018. Óskað er eftir því að Akureyrarstofa fjármagni gagnasöfnun (laun spyrils) og er styrkbeiðni að upphæð kr. 288.000.

Erindið var áður á dagskrá fundar stjórnar Akureyrarstofu þann 25. júní sl.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála mætti á fundinn og kynnti starfsemi miðstöðvarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðrúnu Þóru fyrir góða kynningu og samþykkir styrk að upphæð kr. 288.000.

2.Beiðni um áframhaldandi samstarf N4 og Akureyrarbæjar á árinu 2019

Málsnúmer 2018100425Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2018, frá Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi N4 og Akureyrarbæjar um kynningarmál.

Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sínu til að fjalla um erindið.

Var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og samþykkt. Hilda Jana vék af fundi við umræðu um málið.
Stjórn Akureyrarstofu telur sig ekki geta samþykkt óbreytt samstarf á grundvelli núgildandi samnings en samþykkir að fela starfsmönnum Akureyrarstofu að eiga viðræður við framkvæmdastjóra N4 um mögulegt áframhaldandi samstarf á nýjum forsendum um kaup á þjónustu og efni sem Akureyrarbær hefði beinan hag af.

3.Beiðni um endurnýjun samnings til ársloka 2021

Málsnúmer 2018090388Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem þess er farið á leit að samningur Akureyrarbæjar og MN sem rennur út um nk. áramót verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021.

Erindið var áður til umræðu á fundi stjórnar þann 4. október sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir endurnýjun á samningi við MN.

4.Beiðni um samning við Menningarsjóð Akureyrar vegna leigu á húsnæði Mjólkurbúðarinnar, í húsi Listasafnsins

Málsnúmer 2018100438Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2018 frá Myndlistarfélaginu á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samstarfssamningur við Menningarsjóð Akureyrar vegna leigu á húsnæði Mjólkurbúðarinnar, í húsi Listasafnsins.
Erindi lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

5.Gilfélagið - beiðni um breytingar á húsnæði Deiglunnar

Málsnúmer 2018100439Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2018 frá Guðmundi Á. Sigurjónssyni formanni Gilfélagsins þar sem óskað er eftir að farið verði í breytingar á húsnæði Deiglunnar til að geta sett upp grafikverkstæði.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Anna María Hjálmarsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 15:58.

6.Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - skipun fulltrúa í stjórn 2018 - 2022

Málsnúmer 2018100440Vakta málsnúmer

Þar sem öll ábyrgð og ákvarðanir vegna reksturs og starfsemi SN hefur flust til stjórnar MAk þá þarf að breyta hlutverki og grunngerð sjálfseignarstofnunarinnar SN. Breyta henni úr stofnun í félag með sterka tengingu við grasrót áhugafólks um sinfóníska tónlist og tónlistarfólks. Samkvæmt gildandi skipulagsskrá skipar stjórn Akureyrarstofu þrjá af fimm fulltrúum hljómsveitarráðs SN en tveir skulu koma úr hópi hljóðfæraleikara. Samkvæmt skipulagsskránni getur ráðið eitt gert breytingar á henni.

Í ljósi þeirra breytinga sem þarf að gera á skipulagsskrá SN óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við núverandi hljómsveitarráð að það sitji áfram á meðan það vinnur tillögu að endurnýjaðri skipulagsskrá sem taki mið af breyttu skipulagi og hlutverki.Breytingarnar feli m.a. í sér að hljómsveitarráð verður listráð. Hlutverk listráðsins verði fyrst og fremst að vera tónlistarstjóra SN til ráðgjafar í verkefnavali, að standa vörð um sögu og vörumerki SN, að skipa einn fulltrúa í stjórn MAk og vinna að því að koma á hollvinafélagi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.Akureyrarstofa vinni með hljómsveitarráðinu og hljóðfæraleikurum SN að þessum breytingum.

7.Hollvinafélag Húna II - skýrsla 2018 og ársreikningur 2017

Málsnúmer 2018100246Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hollvinafélags Húna II fyrir árið 2017 og skýrsla vegna starfsemi á árinu 2018 lagt fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir greinargóða skýrslu og lýsir yfir mikilli ánægju með það starf sem unnið er af félagsmönnum Húna II.

Fundi slitið - kl. 16:10.