Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018060119

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 255. fundur - 25.06.2018

Erindi dagsett 30. maí 2018 frá Þórnýju Barðadóttur sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála þar sem óskað er eftir styrk v/ könnunar á meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn sumarið 2018. Óskað er eftir því að Akureyrarstofa fjármagni gagnasöfnun (laun spyrils) og er styrkbeiðni að upphæð 288.000 kr.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fresta afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum og felur starfsmönnum Akureyrarstofu að kalla eftir þeim.

Stjórn Akureyrarstofu - 264. fundur - 01.11.2018

Erindi dagsett 30. maí 2018 frá Þórnýju Barðadóttur sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála þar sem óskað er eftir styrk v/könnunar meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn sumarið 2018. Óskað er eftir því að Akureyrarstofa fjármagni gagnasöfnun (laun spyrils) og er styrkbeiðni að upphæð kr. 288.000.

Erindið var áður á dagskrá fundar stjórnar Akureyrarstofu þann 25. júní sl.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála mætti á fundinn og kynnti starfsemi miðstöðvarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðrúnu Þóru fyrir góða kynningu og samþykkir styrk að upphæð kr. 288.000.

Stjórn Akureyrarstofu - 278. fundur - 16.05.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) frá könnun á meðal farþega skemmtiferðaskipta sem framkvæmd var sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að Þórný Barðadóttir sérfræðingur RMF komi á næsta fund til að kynna niðurstöðurnar. Jafnframt er starfsmönnum falið að senda skýrsluna á forstöðumenn safna, til Markaðsstofu Norðurlands og hafnarstjórnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 280. fundur - 06.06.2019

Þórný Barðadóttir sérfræðingur RMF kom á fundinn og kynnti niðurstöður úr könnun á meðal farþega skemmtiferðaskipa sem framkvæmd var sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þórnýju fyrir góða og upplýsandi kynningu.