Beiðni um samning við Menningarsjóð Akureyrar vegna leigu á húsnæði Mjólkurbúðarinnar, í húsi Listasafnsins

Málsnúmer 2018100438

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 264. fundur - 01.11.2018

Erindi dagsett 24. október 2018 frá Myndlistarfélaginu á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samstarfssamningur við Menningarsjóð Akureyrar vegna leigu á húsnæði Mjólkurbúðarinnar, í húsi Listasafnsins.
Erindi lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu - 267. fundur - 06.12.2018

Erindi dagsett 24. október 2018 frá Myndlistarfélaginu á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samstarfssamningur við Menningarsjóð Akureyrar vegna leigu á húsnæði Mjólkurbúðarinnar, í húsi Listasafnsins.

Erindið var áður á dagskrá á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 1. nóvember sl.



Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sitt til að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og var það fellt.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við þeirri beiðni að gerður verði samningur um greiðslu húsaleigu en samþykkir styrk til starfsemi félagsins að upphæð kr. 200.000 vegna ársins 2018. Stjórnin bendir bréfritara á að hægt verður að sækja um samstarfssamning til Menningarsjóðs Akureyrar í ársbyrjun 2019.