Samfélagssvið, fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060438

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 255. fundur - 25.06.2018

Lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli á árinu 2018 fyrir árið 2019.

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Lagðar fram tillögur að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sumarið 2018 og veturinn 2018-2019.

Einnig lagt fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli á árinu 2018 fyrir árið 2019.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns að gjaldskrá vegna sumaropnunar 2018 en frestar afgreiðslu gjaldskrártillögu vegna vetrarins 2018-2019 til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 256. fundur - 07.08.2018

Lögð fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Listasafnið á Akureyri og drög að reglum um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði safnsins. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði. Einnig samþykkir stjórnin viðmiðunarreglur um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði Listasafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 257. fundur - 16.08.2018

Fjárhagsrammi 2019 lagður fram til kynningar.

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Fjárhagsrammi 2019 lagður fram til kynningar.