Lýsa - rokkhátíð samtalsins

Málsnúmer 2018080113

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 257. fundur - 16.08.2018

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk kynnti hátíðina sem fer fram í Hofi þann 7.-8. september nk.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með að Lýsa - rokkhátíð samtalsins fari fram á Akureyri og hvetur alla landsmenn til að taka þátt í þessum einstaka lýðræðisviðburði.

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Erindi dagsett 31. ágúst 2018 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ fyrir LÝSU-rokkhátíð samtalsins sem var í Hofi dagana 7. og 8. september. Óskað er eftir styrk að upphæð 1 milljón króna til kynningar á hátíðinni fyrir almenna gesti. Kynningin var á landsvísu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 1 milljón króna sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.