Iðnaðarsafnið, beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 256. fundur - 07.08.2018

Erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.
Afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu - 257. fundur - 16.08.2018

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.


Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.
Stjórn Akureyrarstofu telur að Iðnaðarsafnið gegni afar mikilvægu hlutverki í safnaflóru bæjarins og hafi lyft grettistaki í varðveislu sögu sem annars væri að stórum hluta glötuð. Stjórnin leggur til við bæjarráð að safnið fái sérstakan fjárstuðning á yfirstandandi ári að upphæð 2 milljónir króna sem geri því kleift að viðhalda reglulegri starfsemi og óskar því eftir samsvarandi viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt verði styrkurinn nýttur til að móta skýra framtíðarsýn fyrir safnið, fara yfir rekstrarforsendur og tekjumöguleika sem leggja má til grundvallar við ákvörðun um starfsemi safnins á næstu árum.

Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra og formanni að ræða við forsvarsmenn safnsins.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

Liður 6 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 16. ágúst 2018:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.

Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.

Stjórn Akureyrarstofu telur að Iðnaðarsafnið gegni afar mikilvægu hlutverki í safnaflóru bæjarins og hafi lyft grettistaki í varðveislu sögu sem annars væri að stórum hluta glötuð. Stjórnin leggur til við bæjarráð að safnið fái sérstakan fjárstuðning á yfirstandandi ári að upphæð 2 milljónir króna sem geri því kleift að viðhalda reglulegri starfsemi og óskar því eftir samsvarandi viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt verði styrkurinn nýttur til að móta skýra framtíðarsýn fyrir safnið, fara yfir rekstrarforsendur og tekjumöguleika sem leggja má til grundvallar við ákvörðun um starfsemi safnins á næstu árum.

Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra og formanni að ræða við forsvarsmenn safnsins.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Akureyrarstofu og samþykkir jafnframt að veita Iðnaðarsafninu á Akureyri sérstakan fjárstuðning að upphæð kr. 2.000.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna þessa.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Erindi dagssett 7. desember 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins og Jónu Sigurlaugu Friðriksdóttur safnverði þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi við rekstur Iðnaðarsafnsins.
Afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Erindi dagsett 7. desember 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins og Jónu Sigurlaugu Friðriksdóttur safnverði þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi við rekstur Iðnaðarsafnsins. Erindið var áður á dagskrá fundar stjórnar þann 24. janúar sl.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki aukið við stuðning til Iðnaðarsafnsins umfram það sem gert er í dag. Vinna við gerð safnastefnu er nú að hefjast og mun stjórn Akureyrarstofu taka afstöðu til málefna Iðnaðarsafnsins þegar hún liggur fyrir í árslok.

Stjórn Akureyrarstofu - 285. fundur - 26.09.2019

Á fundinn mættu Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir safnstjóri Iðnaðarsafnsins og Sóley Björk Stefánsdóttir stjórnarformaður og fóru yfir starfsemi safnsins og gerðu grein fyrir þeim rekstrarerfiðleikum sem safnið stendur frammi fyrir.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Jónu Sigurlaugu og Sóleyju Björk fyrir greinargóða kynningu. Stjórnin er áhugasöm um að koma til móts við óskir safnsins um aukna fjárveitingu á yfirstandandi ári. Stjórnin felur starfsmönnum að kanna hvort fjármagna megi aukinn stuðning við safnið með fjárheimildum yfirstandandi árs og afla nánari upplýsinga um fjárhagsstöðu málaflokksins ef ske kynni að óska þurfi eftir viðauka vegna aukins stuðnings við Iðnaðarsafnið.

Stjórn Akureyrarstofu - 286. fundur - 10.10.2019

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi við rekstur safnsins. Erindið var áður á dagskrá þann 26. september sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 2.500.000 til reksturs Iðnaðarsafnsins.

Bæjarráð - 3657. fundur - 17.10.2019

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 10. október 2019:

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir auknum fjárstuðningi við rekstur safnsins. Erindið var áður á dagskrá þann 26. september sl.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 2.500.000 til reksturs Iðnaðarsafnsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir ósk stjórnar Akureyrarstofu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.