Móttaka ferðamanna í Akureyrarkirkju

Málsnúmer 2015050018

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 187. fundur - 06.05.2015

Lagt fram til kynningar bréf frá Akureyrarkirkju dagsett 29. apríl 2015 um móttöku ferðamanna í Akureyrarkirkju.

Stjórn Akureyrarstofu - 234. fundur - 22.06.2017

Erindi dagsett 25. apríl 2017 frá Svavari Alfreð Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Ólafi Rúnari Ólafssyni formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir stuðningi til að hægt sé að annast móttöku ferðamanna og leiðsögn um kirkjuna yfir sumarmánuðina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.

Stjórn Akureyrarstofu - 256. fundur - 07.08.2018

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Hildur Eir Bolladóttir og Svavar Alfreð Jónsson, f.h. Akureyrarkirkju, óska eftir styrk til að mæta kostnaði við komu ferðamanna í kirkjuna í sumar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50 þúsund.