Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2016

Málsnúmer 2018010160

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 244. fundur - 18.01.2018

Ársreikningur Minjasafnsins 2016 lagður fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu gerir athugasemdir við það hversu seint ársreikningurinn berst og hvetur stjórn Minjasafnsins til að skila ársreikningum í samræmi við samþykktir safnsins. Jafnframt felur stjórn Akureyrarstofu starfsmönnum að afla frekari gagna vegna ábendinga endurskoðanda.

Stjórn Akureyrarstofu - 245. fundur - 30.01.2018

Lögð fram greinargerð Karls Guðmundssonar verkefnastjóra á stjórnsýslusviði Akureyrarbæjar um framlög til Minjasafnsins og reksturs skáldahúsanna.

Nú liggur fyrir að unnið er eftir nýjum samningi um rekstur skáldahúsanna þar sem Akureyrarbær hefur tekið tillit til óska Minjasafnsins um hærri rekstrarframlög auk þess sem samstarfið hefur verið einfaldað í ljósi nýrra áforma um nýtingu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra og deildarstjóra að kalla fulltrúa safnsins til fundar sem fyrst til að hefja viðræður um endurnýjun þjónustusamnings um rekstur Minjasafnsins.