Greiðslur til listamanna - verklagsreglur

Málsnúmer 2018010332

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 245. fundur - 30.01.2018

Lögð fram drög að verklagsreglum v/ verkefnsins Greiðum listamönnum.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að fá upplýsingar um hver kostnaður við verkefnið verður á árinu 2018 miðað við sýningaráætlun Listasafnsins á árinu 2018 og hver kostnaðurinn yrði að jafnaði á heilu ári.

Afgreiðslu frestað þar til þær upplýsingar liggja fyrir.

Stjórn Akureyrarstofu - 246. fundur - 08.02.2018

Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 30. janúar sl. og var þá óskað eftir frekari upplýsingum sem nú liggja fyrir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrir sitt leyti drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum". Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 1,5 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna verkefnisins og byggir hún á því að fjárheimildir sem á vantar til að fjármagna það að fullu séu þegar fyrir í rekstri safnsins, en heildarkostnaður er áætlaður um 4,5 m.kr. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að kostnaðurinn verði sýnilegur í bókum safnsins.