Starfslaun listamanna 2017 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2017010084

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 223. fundur - 24.01.2017

Skipa þarf fagráð sem fara mun yfir umsóknir um starfslaun listamanna árið 2017 og gera tillögu til stjórnar Akureyrarstofu um afgreiðslu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leita til eftirtalinna aðila um að taka sæti í fagráðinu: Guðbjörg Ringsted myndlistarkona, kt. 120157-2729, Ingibjörg Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, kt. 290466-5209 og Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld, kt. 040645-4389.

Stjórn Akureyrarstofu - 227. fundur - 16.03.2017

Farið yfir umsóknir um starfslaun listamanna og umsögn faghóps um þær. Að þessu sinni bárust 17 umsóknir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu faghóps um hver skuli hljóta starfslaunin að þessu sinni. Tilkynnt verður um hver fyrir valinu varð á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.