Listasumar og Akureyrarvaka 2017

Málsnúmer 2017010278

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 223. fundur - 24.01.2017

Rætt um fyrirkomulag Listasumars og Akureyrarvöku á árinu 2017. Akureyrarstofa kallaði til samráðs hugmyndahóp til að fara yfir möguleika í kjölfarið á umræðum og mat á hvernig hátíðarnar gengu á árinu 2016. Sá hópur hefur fundað þrisvar sinnum og velt upp ýmsum möguleikum. Framkvæmdastjóri fór yfir þær hugmyndir sem nú liggja fyrir. Umræðum fram haldið á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 224. fundur - 31.01.2017

Áfram haldið umræðu um þróun hátíðanna og mögulegar breytingar á Listasumri. Greint frá umræðum og skoðanaskiptum sem fram fóru á opnum fundi um málið í Ketilhúsinu þann 30. janúar sl.

Vinnu haldið áfram á næsta fundi stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 225. fundur - 16.02.2017

Áfram haldið umræðu um fyrirkomulag Listasumars og Akureyrarvöku á þessu ári. Lögð fram tillaga að ramma fyrir framkvæmd hátíðanna sem gert er ráð fyrir að unnið verði eftir í meginatriðum næstu þrjú árin.

Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögurnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 237. fundur - 21.09.2017

Lögð fram skýrsla um Listasumar og Akureyrarvöku 2017.

Á fundinn mættu Almar Alfreðsson verkefnastjóri Listasumars, Jónsmessuvöku og Akureyrarvöku og Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða- og menningamála.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir mjög greinargóða og vel fram setta skýrslu. Stjórnin lýsir yfir mikilli ánægju með hvernig hátíðirnar og Listasumar tókust.

Ákveðið að halda fund með listamönnum og samstarfsaðilum hátíðanna til að fá fram þeirra sjónarmið.