Skólanefnd

14. fundur 03. september 2012 kl. 14:00 - 16:02 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Salóme Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2012060177Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.

2.Starfsáætlun skólanefndar 2013

Málsnúmer 2012070054Vakta málsnúmer

Undirbúningur að gerð starfsáætlunar skólanefndar fyrir árið 2013.

3.Ungmennaráð - starfsemi 2010-2012

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Í 1. lið fundargerðar samfélags- og mannréttindaráðs dags. 6. júní 2012 eru nefndir bæjarins hvattar til að senda ungmennaráði erindi til umfjöllunar. Skólanefnd tók erindið til umfjöllunar.

Skólanefnd fagnar erindinu og felur fræðslustjóra að vinna að undirbúningi mála til umfjöllunar í ungmennaráði.

4.Ytra mat á skólastarfi - viðmið um gæði

Málsnúmer 2011090084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. júlí 2012 frá Björk Ólafsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem heildarskýrsla um ytra mat á skólastarfi er lögð fram.

5.Grunnskólar og leikskólar - stofnbúnaður

Málsnúmer 2012080117Vakta málsnúmer

Endurskoðun á viðmiðum um stofnbúnað í leik- og grunnskólum.

Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram með skólastjórnendum og Fasteignum Akureyrarbæjar.

Helga María Harðardóttir fulltrúi leikskólakennara vék af fundi kl. 15:33.

6.Ytra mat skólanefndar á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 2012080118Vakta málsnúmer

Ábyrgð og skyldur skólanefndar á ytra mati leik- og grunnskóla.
Málið lagt fyrir. Fræðslustjóra falið vinna drög að tímasettri áætlun skólanefndar að ytra mati á leik- og grunnskólum.

Fundi slitið - kl. 16:02.