Fjárhagsáætlun 2013 - Fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2012060177

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 14. júní 2012 fjárhagsrömmum fyrir árið 2013 til umfjöllunar í nefndum bæjarins og óskaði eftir athugasemdum fyrir 18. ágúst nk.

Skólanefnd felur rekstrarstjóra og fræðslustjóra skóladeildar að leggja mat á forsendur fjárhagsramma ársins 2013 og kynna fyrir skólanefndarfulltrúum.

Skólanefnd - 13. fundur - 13.08.2012

Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2013.
Lögð var fyrir fundinn greinargerð skólanefndar með athugasemdum til bæjarráðs um rammafjárveitingu 2013.

Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð 65 milljónir, þar af 10 milljónir vegna endurnýjunar á tölvubúnaði sem er áætluð 30 milljónir á þremur árum.

Vilborg Þórarinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi kl. 09:53.

Skólanefnd - 14. fundur - 03.09.2012

Lögð fram til kynningar staða fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.

Skólanefnd - 15. fundur - 17.09.2012

Umræða um fjárhagsáætlun 2013. Lögð var fram launaáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál auk fyrstu draga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Arna Heiðmar Guðmundsdóttir fulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 15:30.

Skólanefnd - 16. fundur - 01.10.2012

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2013 að öðru leyti en því að óskað er eftir að skólastjórar grunnskólanna leggi fram tillögu að gjaldskrá vegna gistingar í skólunum fyrir næsta fund.

Skólanefnd - 16. fundur - 01.10.2012

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál árið 2013 kr. 4.875.500.000.

Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:08.

Skólanefnd - 16. fundur - 01.10.2012

Skólanefnd samþykkir meðfylgjandi tillögur að þriggja ára áætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál 2014-2016.

Skólanefnd - 18. fundur - 19.11.2012

Lögð fram til kynningar gjaldskrá fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2013 og samanburður við önnur sveitarfélög.

Skólanefnd - 19. fundur - 10.12.2012

Skólanefnd vill vekja athygli á nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þar sem fram kemur að Hlíðarskóli fær 12 milljónir á fjárlögum ríkisins árið 2013 en í fjárhagsáætlun bæjarins var gert ráð fyrir 40 milljón króna framlagi.
Málið lagt fram til kynningar.

Skólanefnd - 1. fundur - 07.01.2013

Fjárhagsstaða fræðslumála í árslok 2012 lögð fram til kynningar.