Ytra mat á skólastarfi - viðmið um gæði

Málsnúmer 2011090084

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 34. fundur - 05.12.2011

Tölvupóstur dags. 24. nóvember 2011 til bæjarstjóra frá Björku Ólafsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem verkefnisstjórn mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd og innleiðingu á ákvæðum um mat og eftirlit bjóða Akureyri og Lundarskóla til þátttöku í tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólastarfi. Með tölvupóstinum fylgdu einnig drög að viðmiðunum sem lögð verða til grundvallar ytra matinu. Skólastjóri Lundarskóla hefur tekið jákvætt í erindið.

Skólanefnd samþykkir að þiggja boðið.

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Erindi dags. 7. júní 2012 frá Björk Ólafsdóttur þar sem Akureyrarbæ og Lundarskóla er þakkað fyrir þátttöku í tilraunaverkefni um ytra mat.
Þar kemur fram að nú þegar matsteymið hefur skilað af sér niðurstöðum með skilafundi og skýrslu þá kemur til kasta sveitarfélagsins, eða skólanefndar/skóladeildar í umboði þess, að fylgja niðurstöðunum eftir og sjá til þess að skólinn vinni með þær tillögur sem settar voru fram af matsaðilum.
Meðfylgjandi er skýrsla matsaðila um starfsemi Lundarskóla en þar fær skólinn almennt jákvætt mat.

Skólanefnd fagnar niðurstöðum matsins og óskar skólasamfélagi Lundarskóla til hamingju með þennan góða árangur.

Skólanefnd - 14. fundur - 03.09.2012

Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. júlí 2012 frá Björk Ólafsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem heildarskýrsla um ytra mat á skólastarfi er lögð fram.

Skólanefnd - 3. fundur - 04.02.2013

Með bréfi dags. 22. janúar 2013 tilkynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið að frá og með 1. janúar 2013 fluttist umsjón með framkvæmd ytra mats á einstökum leik- og grunnskólum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Námsmatsstofnunar sem héðan í frá sér um að auglýsa eftir sveitarfélögum sem áhuga hafa á að láta gera ytra mat á skólum, velja skóla til þátttöku í ytra mati og ráða úttektaraðlia.
Erindið lagt fram til kynningar.