Skipulagsráð

417. fundur 14. febrúar 2024 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson fundarritari
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Sjafnarnes 4-8 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2024010837Vakta málsnúmer

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri umhverfismála fóru yfir stöðu mála varðandi stefnumörkun í úrgangsmálum. Voru jafnframt kynntar hugmyndir að nýtingu lóða 4 og 6 við Sjafnarnes.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðum 4 og 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að heimila að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistök breytingarinnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

2.Stefna aðalskipulags um útleigu íbúða

Málsnúmer 2024011395Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf vegna vinnuhóps um endurskoðun stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu.

Skipulagsráð samþykkir erindisbréfið í samræmi við umræður á fundi.

3.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

4.Móahverfi - Deiliskipulagsbreyting fyrir norðurhluta hverfisins

Málsnúmer 2024020440Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Móahverfis. í breytingunni felst að Síðubraut milli Vestursíðu og Langamóa, ásamt tilheyrandi stofnstíg og hljóðvörn, hliðrast um 6 m til norðvesturs. Þá er jafnframt gerðar breytingar á afmörkun og stærð nokkurra lóða við Berjamóa og Borgarmóa. Að lokum er einnig gerð sú breyting að á lóðum Sunnumóa 2-10 og Strýtumóa 2-10 verði hús á tveimur hæðum í stað einnar.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7. Tillagan var auglýst 8. nóvember 2023 með athugasemdafresti til 27. desember og bárust tvær athugasemdir auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum m.a. til að koma til móts við hluta innkominna athugasemda.

- Útfærsla bílastæða innan lóðar breytist

- Stærð og staðsetning geymslu innan lóðar breytist

- Lóð færist um 40 cm fjær lóðarmörkum við Gránufélagsgötu 12 að hluta

- Byggingarreitur breytist lítillega

- Gert er ráð fyrir djúpgámum fyrir sorp innan lóðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Norðurgötu 3-7 verði samþykkt með breytingum eftir kynningu sem gerðar eru til að koma til móts við innsendar athugasemdir. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomnar athugasemdir sem lögð verða fyrir bæjarstjórn.

6.Austurvegur 19 og 21 - fyrirspurn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga í Hrísey vegna áforma um að breyta 4 lóðum við Austurveg 15-21 lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Rarik, Minjastofnun Íslands og hverfisráði Hríseyjar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Lautarmói 1-5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024011266Vakta málsnúmer

Uppfærð tillaga af erindi dagsett 25. janúar 2024 þar sem að Tryggvi Tryggvason f.h. HeiðGuðByggis ehf sækir um eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Lautarmóa 1-5:


1. Að hús syðst og nyrst í lóðinni nr. 1 og 5 verði 5 hæðir til samræmis við útfærslu húsa á lóðunum Lækjarmói 2-8 og 1-7.


2. Að byggingarmagn megi flytjast milli húsa án þess að heildarbyggingarmagn lóðar breytist.


3. Sótt er um að hluti af leyfilegum fermetrum bílgeymslu megi flytjast yfir í íbúðarfermetra fyrir geymslur og ganga í kjallara.


4. Breytingar á stærðum byggingarreita.


5. Sótt er um að svalagangur öðru megin við stigahús fái að fara 1,5 m út fyrir byggingareit eins og stigahús.

Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið með fyrirvara um að lágmarks fjarlægð milli byggingarreita verði óbreytt.

Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir íbúum í Vestursíðu 24 til 38 ásamt lóðarhöfum Urðargils 10 - 14 skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Óseyri 1 - flóttastigi utan byggingarreits

Málsnúmer 2024010914Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2024 þar sem að Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Módelhús ehf. sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Erindið snýst um hvort að gera þurfi óverulega deiliskipulagsbreytingu vegna létts stál flóttastiga á vesturhlið hússins sem stendur utan byggingarreits.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur að um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki sé þörf á breytingu, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Oddagata 11 - óveruleg deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024011545Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2024 þar sem að Kári Eiríksson f.h. Péturs Ólafssonar ehf. sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi við Oddagötu 11.

Breytingin felur í sér að gólfkóti bílskúrs verði lækkaður um 0,9 m.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021

10.Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer

Kynning á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi vegna áforma um að búa til nýja lóð fyrir síló og hafnarvog lauk þann 1. febrúar sl.

Umsagnir bárust frá Norðurorku, Hafnasamlagi Norðurlands og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er gert ráð fyrir að í kynningargögnum verði útlitsmynd í þrívídd sem sýnir stærð og afstöðu fyrirhugaðra mannvirkja.

11.Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024011003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um framkvæmdarleyfi fyrir Dalvíkurlínu 2. 66kV jarðstrengur sem mun liggja frá tengivirki Landsnets á Rangárvöllum og til norðurs að sveitarfélagamörkum við Hörgársveit.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna að undirbúningi málsins í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið, Hörgársveit og Landsnet.

12.Sjafnargata 2 - ósk um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024020453Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2024 þar sem að Gunnar Örn Sigurðsson f.h. Haga ehf. sendir inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaða þjónustustöð Olís við Sjafnargötu.

Fyrirspurn snýr að því hvort að lúguverslun og aðrein þar að rúmist innan gildandi deiliskipulags lóðarinnar.
Skipulagsráð telur að fyrirhuguð byggingarframkvæmd falli undir gildandi deiliskipulag en felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Vegagerðarinnar varðandi aðrein að lúgu og fánastanga.

13.Hjalteyrargata 12 - umsókn um óverulega deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024020368Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem að Ingvar Ívarsson f.h. Súlna Björgunarsveitar sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér að byggingarreitur stækkar um 3 metra til vesturs og fer úr 400 m² í 448 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Gránufélagsgata 22-24 - sala á byggingarrétti

Málsnúmer 2024020416Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag fyrir Gránufélagsgötu 22-24 var samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 16. janúar sl. og er mæliblað fyrir lóðirnar jafnframt tilbúið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi.

15.Hafnasamlag Norðurlands - beiðni um aðgangsstýringu

Málsnúmer 2024010493Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 9. janúar 2024, f.h. Hafnasamlags Norðurlands bs., um tímabundið bann við lagningu bíla á ákveðnum svæðum við Oddeyrarbryggju og Tangabryggju og umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þá er lagt til að bæjaryfirvöld fylgist vel með umferð og lagningu ökutækja á svæðinu í tengslum við komu skipa þar sem töluvert er um að ökutækjum sé lagt á gangstéttum á svæðinu. Þá er að lokum óskað eftir að Hafnasamlagið fái umboð til að stjórna og stýra hvernig þjónustu við ferðaþega verði háttað við afmarkað svæði sem liggur upp að hafnarsvæðinu.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti bæjarlögmanns.

16.Sólvangur, Hrísey - fyrirspurn vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2020020008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tímabundnum afnotasamningi af landskika við lóðina Norðurveg 30 í Hrísey til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 12. febrúar 2020. Er um að ræða 4039,6 fm spildu þar sem ekki verða reist mannvirki og ekki heimilt að leggja eða geyma farartæki.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

17.Rammahluti aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði - umsögn

Málsnúmer 2024020342Vakta málsnúmer

Svalbarðsstrandarhreppur og Eyjafjarðarsveit óska eftir umsögn um Rammahluta aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagsgögn en minnir þó á að allt skipulag þarf að vera í samræmi við ákvæði gildandi svæðisskipulags. Einnig er bent á mikilvægi þess að göngu- og hjólastígur um Leiruveg verði kláraður.

18.Dysnes - umsagnarbeiðni um matsáætlun

Málsnúmer 2023111271Vakta málsnúmer

Lögð fram matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum landfylllingar og hafnar í Dysnesi, Hörgársveit.
Skipulagsráð leggur til að umfjöllun um samfélagsleg áhrif verði útvíkkuð til annarra sveitarfélaga í Eyjafirði.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar, dagsett 25. janúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 952. fundar, dagsett 1. febrúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.