Móahverfi - Deiliskipulagsbreyting fyrir norðurhluta hverfisins

Málsnúmer 2024020440

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Móahverfis. í breytingunni felst að Síðubraut milli Vestursíðu og Langamóa, ásamt tilheyrandi stofnstíg og hljóðvörn, hliðrast um 6 m til norðvesturs. Þá er jafnframt gerðar breytingar á afmörkun og stærð nokkurra lóða við Berjamóa og Borgarmóa. Að lokum er einnig gerð sú breyting að á lóðum Sunnumóa 2-10 og Strýtumóa 2-10 verði hús á tveimur hæðum í stað einnar.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.