Sólvangur, Hrísey - fyrirspurn vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2020020008

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Erindi dagsett 31. janúar 2020 þar sem Thomas Wiedermann leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðarinnar Sólvangs í Hrísey. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð telur að ekki sé mögulegt að stækka lóðina í samræmi við fyrirspurn en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda um mögulegan afnotasamning af hluta landsins í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lögð fram drög að tímabundnum afnotasamningi af landskika við lóðina Norðurveg 30 í Hrísey til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 12. febrúar 2020. Er um að ræða 4039,6 fm spildu þar sem ekki verða reist mannvirki og ekki heimilt að leggja eða geyma farartæki.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.