Glerárgata, Hofsbót, Skipagata - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023091046

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Lögð fram tillaga Landslags ehf., Eflu verkfræðistofu og Kollgátu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar vegna kröfu Vegagerðarinnar um 8 m öryggissvæði beggja vegna Glerárgötu.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.