Þórunnarstræti 114A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023090764

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 934. fundur - 20.09.2023

Erindi dagsett 15. september 2023 þar sem Ólafur Már Ólafsson sækir um breytta notkun íbúðar 0101 á lóð nr. 114 við Þórunnarstræti á Akureryri.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Erindi dagsett 15.september 2023 þar sem Ólafur Már Ólafsson sækir um breytta notkun íbúðar við Þórunnarstræti 114A.

Fyrirhugað er að starfrækja rekstrarleyfisskylda gististarfsemi fyrir allt að 6 gesti í íbúðinni.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 935. fundur - 28.09.2023

Erindi dagsett 15. september 2023 þar sem Ólafur Már Ólafsson sækir um breytta notkun íbúðar 0101 á lóð nr. 114 við Þórunnarstræti á Akureyri. Erindið fór fyrir skipulagsráð 27. september 2023 sem gerði ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.