Glerárgata - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gönguþverun

Málsnúmer 2023090984

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Erindi dagsett 20. september 2023 þar sem Árni Ingimarsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gönguþverunar yfir Glerárgötu við Grænugötu og Smáragötu.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og grunnmynd.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi dagsett 20. september 2023 þar sem Árni Ingimarsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gönguþverunar yfir Glerárgötu við Grænugötu og Smáragötu. Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og grunnmynd.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 27. september sl. og var afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Jafnframt óskar skipulagsráð eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund ráðsins til að ræða ýmis umferðarmál á Glerárgötu.