Hvítbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023091039

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 409. fundur - 27.09.2023

Lögð fram til kynningar Hvítbók um skipulagsmál - drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu sem eru í kynningar- og umsagnarferli á vegum innviðaráðuneytis.

Umsagnarfrestur er veittur til 31. október nk.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Lögð fram til umræðu Hvítbók um skipulagsmál - drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu sem eru í kynningar- og umsagnarferli á vegum innviðaráðuneytis. Umsagnarfrestur er veittur til 31. október nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn um Hvítbók um skipulagsmál - drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára sem eru í kynningar- og umsagnarferli á vegum innviðaráðuneytis.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að umsögn með breytingum sem fram komu á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að senda hana inn til Innviðaráðuneytis.