Gata norðurljósanna 9 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018010264

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 15. janúar 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannfélags Garðabæjar, kt. 711078-0109, óskar eftir fráviki frá ákvæðum deiliskipulags á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna. Lögð er fram ósk um að heimilt verði að byggja húsið á steyptum grunni, gera kjallara undir húsið allt að 40 m², stækka byggingarreit um 1,5 m til suðurs og að sérafnotaflötur í lóð verði stækkaður um 1 m til vesturs. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem afgreidd verði samkvæmt 3. mgr 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda leggi umsækjandi fram skriflegt samþykki meðeigenda í lóð fyrir umbeðnum breytingum.

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Lagt fram að nýju erindi dagsett 15. janúar 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannfélags Garðabæjar, kt. 711078-0109, óskar eftir fráviki frá ákvæðum deiliskipulags á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna samkvæmt meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. janúar 2018. Meðfylgjandi nú er samþykki meirihluta eigenda fyrir breytingunum.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna breytingu á deiliskipulagi. Með vísan til 19., 30. og 31. gr. laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994, telur ráðið að umbeðin breyting teljist ekki veruleg og því nægi samþykki a.m.k. 2/3 hluta eiganda fyrir henni sem liggur fyrir.