Samþykkt um skilti og auglýsingar - tillaga að breytingu

Málsnúmer 2021030345

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar til samræmis við bókun skipulagsráðs á fundi 24. febrúar 2021 í máli 2021020858. Í breytingunni felst að bætt er við ákvæði um að skilti og auglýsingar á hliðum biðskýla fyrir almenningssamgöngur séu undanþegin samþykktinni.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir tillögu að breytingu á samþykktinni og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3491. fundur - 16.03.2021

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar til samræmis við bókun skipulagsráðs á fundi 24. febrúar 2021 í máli 2021020858. Í breytingunni felst að bætt er við ákvæði um að skilti og auglýsingar á hliðum biðskýla fyrir almenningssamgöngur séu undanþegin samþykktinni.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir tillögu að breytingu á samþykktinni og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson og Andri Teitsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.