Skipulagsnefnd

186. fundur 27. ágúst 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens.

1.Raforkulög - umsögn vegna breytingu á kerfisáætlun

Málsnúmer 2014080039Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt til kynningar drög að breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður á með ítarlegum hætti, hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Óskað er eftir umsögn um drögin.

Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar fagnar framkomnum tillögum um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 og sérstaklega um nauðsyn þess að gerð sé áætlun á landsvísu um uppbyggingu raforkukerfisins, svokallaðri kerfisáætlun.

Skipulagsnefnd tekur undir gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um 9. gr. c. og er lagt til að 5. mgr. þeirrar greinar falli brott. Einnig tekur skipulagsnefnd undir breytingartillögu Sambandsins um breytta og einfaldaða 9. gr. c.

Að mati skipulagsnefndar er staða sveitarfélaga í landinu gagnvart skipulagi flutningskerfa veikt með því að binda hendur þeirra í kerfisáætlun og þó sérstaklega með því að gera þeim að greiða mögulegan mun á uppbyggingu flutningsleiða ef þau leggja til aðrar leiðir en kerfisáætlun gerir ráð fyrir.

Skilgreina þarf betur í frumvarpinu samhengi kerfisáætlunar við aðra áætlanagerð, s.s. landskipulagsstefnu til að sveitarfélög geti mótað sér markvissari heildarstefnu í skipulagsmálum m.a. flutningskerfum raforku og hafi þannig sterkari stöðu gagnvart kerfisáætlunargerð.

2.Lagning raflína - drög til umsagnar

Málsnúmer 2014080113Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneyti hyggst á komandi haustþingi leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þar verður að finna viðmið og meginreglur sem leggja ber til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. um þau álitamál hvenær leggja skuli raflínu í jörð og hvenær reisa á loftlínur.
Óskað er eftir umsögn um tillöguna.

Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu ráðuneytisins þar sem kynnt eru drög að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Skipulagsnefnd mótmælir því að nánari útfærsla mannvirkja vegna uppbyggingar flutningskerfis skuli ráðast af almennum opinberum viðmiðum stjórnvalda hverju sinni. Mikilvægt er að móta skýr viðmið um það hvar t.d. línur skuli fara í jörð og skulu hagsmunir annarra atvinnugreina, s.s. ferðaþjónustu, staða fólkvanga og verndarsvæða, gæði byggðar og flugöryggi að vera þættir sem vega ættu þungt í þeim efnum.

Skýra þarf betur lið 8 í grein 1.3, Önnur atriði sem hefst á orðunum " Tryggja skal að flutningstakmarkanir ..".  Lagt er til að 1. töluliður greinar 1.1.3 verði skýrður nánar.

Að öðru leyti tekur skipulagsnefnd undir umsögn og tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á þingsályktunartillögunni.

3.Krókeyrarnöf 1,3,5,7,9,11,13 og 15 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2014080086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2014 þar sem Björn Guðmundsson sækir um lóðarstækkun f.h. íbúa við lóðir nr. 1 til 15 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögu að stækkun lóðanna til austurs. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku.

4.Miðbær deiliskipulag - niðurstaða kæru vegna Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2014060146Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 22. ágúst 2014 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Níelsar Einarssonar vegna deiliskipulags miðbæjarins er nær til fyrirhugaðra breytinga við Torfunefsbryggju.
Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé sýnt fram á að kærandi hafi lögvarða hagsmuni sem tengjast deiliskipulagsákvörðuninni um Torfunefsbryggju. Þar sem ekki þótti sýnt fram á kæruaðild í málinu vísaði úrskurðarnefnd kærunni frá.

Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. ágúst 2014. Lögð var fram fundargerð 505. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.