Miðbær deiliskipulag - niðurstaða kæru vegna Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2014060146

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 186. fundur - 27.08.2014

Innkominn úrskurður dagsettur 22. ágúst 2014 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Níelsar Einarssonar vegna deiliskipulags miðbæjarins er nær til fyrirhugaðra breytinga við Torfunefsbryggju.
Úrskurðarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé sýnt fram á að kærandi hafi lögvarða hagsmuni sem tengjast deiliskipulagsákvörðuninni um Torfunefsbryggju. Þar sem ekki þótti sýnt fram á kæruaðild í málinu vísaði úrskurðarnefnd kærunni frá.

Lagt fram til kynningar.